Afgirt körfuknattleiksvæði við Reykjaneshöllina?
Styður Reykjanesbær nógu vel við bakið á körfuknattleik í Mekka körfuknattleiks á Íslandi? Þessari spurningu veltir Jón. H. Hafsteinsson upp á vef Reykjanesbæjar og kemur þar fram með hugmynd að stóru afgirtu körfuknattleikssvæði við Reykjaneshöllina. Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar tekur hugmyndina til nánari skoðunar.„Nú fer senn að vora. Því vildi ég athuga hvort eitthvað stæði til í viðgerðum, og/eða hvort gera eigi nýja körfuboltavelli í bænum. Miklum peningum hefur verið eytt undanfarið í fótboltavellina hér í bæ, upphitað gervigras og fínerí. En hvað hefur verið gert fyrir körfuboltavellina. Jú nýjar körfur við skólana, sem eru hreint út sagt lélegar, tekur skot á þessa körfu og hún hristist í hálftíma eftir á. Kanski ýkjur, en þessar körfur hafa fengið nafnið ruslatunnuhringir hér í bænum. Jú völlurinn var lagaður í Njarðvík, eftir langa bið. En það verk var illa unnið, völlurinn sem áður hallaði gerir það enn, lausamöl í kringum völlinn sem oftar en ekki af einhverjum ástæðum endar inni á vellinum og körfurnar sem eru orðnar háaldraðar þarfnast viðgerða. En eru þó betri en "ruslatunnuhringirnir", vantar samt net og rétta hringina við svo eitthvað sé nefnt.
En ég hef hugmynd sem ég væri til í að sjá framkvæmda í einhverri mynd. Gerður yrði stór völlur mitt á milli Keflavíkur og Njarðvíkur, í grend við "fótboltahöllina". Þar yrði gúmmí undirlag líkt og á Njarðvíkurvellinum. Þar yrðu 2 körfuboltavellir með stórum körfum(4körfur) og 2 vellir með litlum körfum. Svo yrði há girðing í kring, með hurð á öllu hliðum.(ekki myndi skemma að hafa völlinn upphitaðann:) En þetta er bara hugmynd, en eitt er víst að meira þarf að gera fyrir körfuboltann í mekka körfuboltans á Íslandi, Reykjanesbæ“.
Jón H. Hafsteinsson
Svar Reykjanesbæjar
„Sæll Jón og þakka þér fyrirspurnina
Þessa dagana er verið að byrja á því að fara yfir alla körfuhringi á skólalóðunum og lagfært það sem aflaga er. Fljótlega verður athugað með völlinn við Grundarveg í Njarðvík (tartanvöllinn) Því miður þá koma þessar nýju körfur sem settar voru upp á sumar skólalóðirnar ekki vel út. Við munum skoða það í sumar hvort hægt sé að gera eitthvað í þeim málum, jafnvel skipta þeim út og að hæðin verði rétt.
Hugmynd þín um sérstakan afgirtan og tartan lagðan völl, jafnvel upplýstan verður tekin til skoðunar af Tómstunda-og íþróttaráði“.
Ragnar Örn Pétursson ritar undir svarið.
En ég hef hugmynd sem ég væri til í að sjá framkvæmda í einhverri mynd. Gerður yrði stór völlur mitt á milli Keflavíkur og Njarðvíkur, í grend við "fótboltahöllina". Þar yrði gúmmí undirlag líkt og á Njarðvíkurvellinum. Þar yrðu 2 körfuboltavellir með stórum körfum(4körfur) og 2 vellir með litlum körfum. Svo yrði há girðing í kring, með hurð á öllu hliðum.(ekki myndi skemma að hafa völlinn upphitaðann:) En þetta er bara hugmynd, en eitt er víst að meira þarf að gera fyrir körfuboltann í mekka körfuboltans á Íslandi, Reykjanesbæ“.
Jón H. Hafsteinsson
Svar Reykjanesbæjar
„Sæll Jón og þakka þér fyrirspurnina
Þessa dagana er verið að byrja á því að fara yfir alla körfuhringi á skólalóðunum og lagfært það sem aflaga er. Fljótlega verður athugað með völlinn við Grundarveg í Njarðvík (tartanvöllinn) Því miður þá koma þessar nýju körfur sem settar voru upp á sumar skólalóðirnar ekki vel út. Við munum skoða það í sumar hvort hægt sé að gera eitthvað í þeim málum, jafnvel skipta þeim út og að hæðin verði rétt.
Hugmynd þín um sérstakan afgirtan og tartan lagðan völl, jafnvel upplýstan verður tekin til skoðunar af Tómstunda-og íþróttaráði“.
Ragnar Örn Pétursson ritar undir svarið.