Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Affelgaði bíl í dópakstri
Laugardagur 24. nóvember 2012 kl. 06:32

Affelgaði bíl í dópakstri

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um tvítugt vegna gruns að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumannanna, kona sem handtekin var í gær, reyndist vera með tóbaksblandað kannabis í bílnum. Við húsleit heima hjá henni fannst meira af tóbaksblönduðu kannabisefni.

Hinn ökumaðurinn, karlmaður um tvítugt, hamaðist á bifreið sinni á plani við Fjölbrautarskólann í Keflavík og ók ítrekað upp á kanta á planinu þar til að hann  affelgaði með því annað framdekk bifreiðarinnar. Hann hélt þó áfram að þenja bílinn um stund og láta hann skransa á planinu. Maðurinn var kominn út úr bílnum, þegar lögreglan handtók hann og kvaðst ekki hafa ekið. Síðar sá hann svo að sér og viðurkenndi brot sitt.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25