Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áfengisdauðir á miðri akbraut
Þriðjudagur 29. janúar 2013 kl. 06:12

Áfengisdauðir á miðri akbraut

Lögreglunni á Suðurnesjum var í fyrrinótt tilkynnt um að maður væri liggjandi fram á stýri kyrrstæðrar bifreiðar á miðri akbraut í Keflavík.

Þegar lögregla kom á vettvang reyndust vera tveir menn í bílnum og báðir hreyfingarlausir. Ökumaðurinn lá fram á stýrið og svaraði ekki þegar reynt var að ná sambandi við hann. Hann brást illa við þegar hann var tekinn út úr bílnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mennirnir, sem báðir eru um tvítugt, voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Var þá farþeginn enn áfengisdauður og ástand ökumanns litlu skárra. Tekin var skýrsla af þeim þegar þeir máttu mæla og þeim síðan sleppt.