Áfengi, tóbaki og lyfjum stolið í innbroti
Tilkynnt var sl. föstudag um innbrot í húsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Virðist sá eða þeir óboðnu gestir sem þar voru á ferð hafa komist inn um baðherbergisglugga. Húsráðandi hafði verið fjarverandi um nokkurra daga skeið en þegar hann kom heim sá hann ummerkin og sá að ýmislegt hafði verið tekið. Þar á meðal var áfengi, sígarettur, lyf og á þriðja tug þúsunda í reiðufé.
Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.