Áfallalaust á Suðurnesjum
Vaktin hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum hjá Brunavörnum Suðurnesja gekk áfallalaust fyrir sig. Verkfallsaðgerðir hófust kl. 08 í morgun og stóðu til kl. 16 nú síðdegis.
Engin stóráföll urðu í umdæminu og því skapaðist ekki ástand þar sem kalla hefði til aukinn mannskap.
Myndin: Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn skiluðu inn boðtækjum sínum í morgun sem var hluti af verkfallsaðgerðum. Mynd: HBB