Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ættu að vera hljóðir um skoðun sína
Mánudagur 13. október 2008 kl. 09:45

Ættu að vera hljóðir um skoðun sína



Tekist var á um ávöxtun fjármuna Grindavíkurbæjar á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Fulltrúar minnihlutans lögðu til að af þeim fjórum milljörðum sem til voru á bankareikningum við síðustu áramót mætti aðeins nýta raunávöxtun hvers árs til rekstrar Grindavíkurbæjar.

Fulltrúar D-listans í minnihlutanum vildu með tillögunni fyrirbyggja að upphæðin rýrnaði. Ef nota ætti meira af upphæðinni en sem nemur raunávöxtun þyrfti samþykki sex bæjarfulltrúa af sjö. Í greinargerð með tillögunni töldu þeir meirilutann sóa fjármuum bæjarins um of.  Meirihlutinn felldi tillöguna.

Meirihlutinn lagði til  á fundinum að nefnd um vörslu fjármunanna fundaði hið fyrsta og færi yfir stöðuna að nýju. Þar sem staðfest þætti að allar innistæður væru tryggðar yrðu
fjármunirnir lagðir inn þar sem besta ávöxtunin byðist, annars vegar á verðtryggðum  innlánsreikningi og hins vegar á óverðtryggðum. Bæjarfulltrúar hafi hingað til verið sammála um að skerða ekki höfuðstól þess söluandvirðis sem fékkst við sölu á hlut bæjarins í HS, setja reglur þar um og gæta aðhalds í fjármálum. 
„Þessi stefna hefur ekki breyst hjá þeim sem nú eru í meirihluta. Það er hins vegar dæmigert fyrir hugsanahátt íhaldsins að halda því fram að enginn geti stjórnað fjármálum betur en þeir.  Þó ættu þeir einmitt núna að vera frekar hljóðir um þá skoðun sína.,“ segir í bókun meirihlutans með tillögunni sem var samþykkt með fórum atkvæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024