Ætlar að setjast að á heilsugæslunni í nótt
Helga Valdimarsdóttir íbúi í Njarðvík sem fyrir stuttu hóf setuverkfall á heilsugæslustöðinni vegna læknadeilunnar hefur ákveðið að hefja setuverkfall að nýju: „Fólk verður að átta sig á því að það er einn læknir að þjónusta 16 þúsund íbúa og það er alvarlegt mál. Ég ætla að fara niður á heilsugæslu klukkan hálf níu í kvöld og þar ætla ég að setjast að í nótt. Ég vil að læknarnir komi aftur og ég vil berjast fyrir því. Þó að þessi borgarafundur hafi verið haldinn, þá leysti hann ekki deiluna. Ég hef ekkert frétt af því hvernig deilan stendur, en það er víst eitthvað lítið að gerast,“ sagði Helga í samtali við Víkurfréttir.