Ætlar að gefa lifrinni frí um Verslunarmannahelgina

-Ásdís Rán Kristjánsdóttir

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég verð að vinna um Verslunarmannahelgina. Ég er ný komin heim úr djammferð svo ég ætla gefa lifrinni minni smá frí.“

Ertu vanaföst um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Síðustu tvö ár hef ég farið til Eyja og mér finnst það svo gaman að mig langar aldrei neitt annað en að fara á Þjóðhátíð.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa og af hverju?
„Fyrir tveimur árum þegar ég og vinkona mín ákváðum klukkan hálf 4 á föstudagsmorgun að fara til Eyja og vorum mættar í Herjólf klukkan 11 morguninn eftir.“

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Það eru góðir vinir, gott grillkjöt og nóg af útilegu gítarstemningu.“

Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Ég er búin að vinna mikið. Þess á milli hef ég reynt að ferðast um landið, farið út í Viðey, upp á jökla og ég er núna ný komin heim frá Spáni.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Eftir sumarið er stefnan sett á nám í mannfræði við Háskóla Íslands og að flytja í borgina.“