Ætlaði að flytja inn 13 þúsund steratöflur
Verslunarmaður á Suðurnesjum var handtekinn á mánudag eftir að tollverðir í Reykjavík fundu 13 þúsund steratöflur í vörusendingu sem hafði verið skipað á land í Reykjavík. Verslunarmaðurinn var viðtakandi sendingarinnar voru voru efnin flutt inn í nafni hans. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.
Þar sem fyrirtækið er á Suðurnesjum var rannsókn málsins falin Lögreglunni á Suðurnesjum. Haft er eftir Eyjólfi Kristjánssyni, fulltrúa hjá lögreglunni að hinn grunaði hafi viðurkennt við yfirheyrslur á mánudag að eiga töflurnar hafa flutt þær inn en þær munu vera upprunnar í Tailandi.
Magnið sem um ræðir bendir varla til annars en að efnið hafi verið ætlað til sölu.
Mynd úr safni