Ætla að funda með ráðherra um heilbrigðisþjónustu

Bæjarstjórn Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur samþykkt samhljóða að óskað verði eftir fundi með heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu.
 
Það er gert með það að markmiði að íbúar sveitarfélagsins fái notið heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.