Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Æskulýðsmiðstöðin í Garði flutt í Sæborgu
Mánudagur 25. júní 2007 kl. 12:04

Æskulýðsmiðstöðin í Garði flutt í Sæborgu

Starfsemi æskulýðsmiðstöðvarinnar í Garði verður flutt yfir í Sæborgu í ágústmánuði, en bærinn festi nýlega kaup á húsinu.

Þar verður einnig tómstundastarf eldri borgara auk þess sem tónlistarskólinn verður þar enn um sinn. Með stækkun Gerðaskóla mun aðstaða tónlistarskólans hins vegar batna til mikilla muna og þá mun tómstundastarfið einnig fá meira rými.

Meðal annarra fregna úr skólastarfinu er að vinna er hafin við að breyta gamla íþróttasalnum í Gerðaskóla í smíða- og textílstofur. Við það fjölgar kennslustofum í Gerðaskóla um tvær.

Áfram er unnið að framtíðarskipulagi skólans og er gert ráð fyrir að viðbygging  sem teygir sig í átt að Íþróttamiðstöðinni verði komin vel á veg árið 2010.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024