Æsingur í Keflavík í nótt
Í gærkvöldi var Lögreglan í Keflavík kölluð á veitingastað í Keflavík þar sem ölvaður gestur staðarins og starfsmaður stóðu í átökum. Gestur staðarins var handtekinn og gistir nú fangageymslur Lögreglunnar. Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan ökumann bifreiðar sem ekið hafði verið gegn rauðu ljósi. Um hálfþrjú í nótt var lögreglunni tilkynnt um slagsmál fyrir utan veitingastaðinn H-38 en þar hafði einn verið slegin nokkuð kröftuglega í andlitið og annar verið skallaður. Þegar lögreglan var á staðnum voru tveir menn handteknir, þó ekki árásaraðilar, en þeir voru mjög æstir og ósáttir við störf lögreglu. Lögreglan tók mennina með sér á stöðina og eftir að hafa spjallað við þá voru þeir látnir lausir. Annars var rólegt hjá lögreglu.