Ærslabelgur og hreystigarður verði við Sólarvé í Grindavík
Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur leggur áherslu á að staðsetning hreystigarðs sé á sýnilegum og aðgengilegum stað innan bæjarmarkanna.
Nefndin telur svæðið við íþróttahúsið, þar sem Sólarvéð er, ákjósanlegan stað. Mikilvægt er að byrja smátt og kanna notkun og eiga þá síðar möguleika á að stækka hreystigarðinn.
Þá leggur nefndin til að ærslabelgurinn verði á sama stað, segir í afgreiðslu nefndarinnar frá 11. júní sl.