Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ærslabelgur og hreystigarður verði við Sólarvé í Grindavík
Hér má sjá Sólarvé þeirra Grindvíkinga við íþróttahúsið í Grindavík. Svæðið hefur tekið talsverðum breytingum síðan þessi mynd var tekin sumarið 2017 en myndarleg viðbygging við íþróttahúsið hefur risið síðan myndin var tekin.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 23:39

Ærslabelgur og hreystigarður verði við Sólarvé í Grindavík

Umhverfis- og ferðamálanefnd Grindavíkur leggur áherslu á að staðsetning hreystigarðs sé á sýnilegum og aðgengilegum stað innan bæjarmarkanna.

Nefndin telur svæðið við íþróttahúsið, þar sem Sólarvéð er, ákjósanlegan stað. Mikilvægt er að byrja smátt og kanna notkun og eiga þá síðar möguleika á að stækka hreystigarðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá leggur nefndin til að ærslabelgurinn verði á sama stað, segir í afgreiðslu nefndarinnar frá 11. júní sl.