Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ærslabelgur eyðilagður
Þriðjudagur 15. september 2020 kl. 09:35

Ærslabelgur eyðilagður

Nokkuð hefur verið um skemmdarverk og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Tveir byggingakranar í Ásbrú urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum, sem brutu fjögur ljós á þeim og fjarlægðu þrjú öryggi úr rafmagnstöflum.

Þá voru unnar skemmdir á ærslabelg í 88 húsinu sem er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga. Var hann ónýtur eftir athæfið og er tjónið metið á um tvær milljónir króna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024