Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Fimmtudagur 10. ágúst 2000 kl. 12:33

Ægismenn kaupa nýja björgunarbifreið

Björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Garði, Ægir, hefur fengið nýtt björgunartæki í sína þjónustu. Það er ný björgunarbifreið af gerðinni Land Rover Defender. Bifreiðin er ríkulega útbúin af tækjum og er breytt fyrir 44“ dekk en er á 38“ dekkjum. Þá eru í bílnum staðsetningartæki og allur helsti fjarskiptabúnaður. Tengingar fyrir dráttarspil eru á bílnum. Bifreiðin kostar tæpar fjórar milljónir króna til sveitarinnar. Björgunarsveitin Ægir hefur komið sér mjög myndarlega fyrir í húsnæði sveitarinnar, Þorsteinsbúð við Gauksstaðaveg í Garði. Þar hefur sveitin helstu fjáröflun sína en þar er hægt að fá leigð geymslupláss fyrir tjaldvagna og fellihýsi yfir vetrarmánuðina, aðstaða sem margir nýta sér.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25