Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Æfingasvæði fyrir vélhjól á Patterson?
Sunnudagur 22. apríl 2007 kl. 16:49

Æfingasvæði fyrir vélhjól á Patterson?

Líkur eru á að vélhjólafólk fái afnot af Pattersonflugvelli, þar sem ráðgert er að koma upp æfingaaðstöðu  fyrir vélhjól af öllum gerðum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson fór fyrir áhugafólki um bætta aðstöðu fyrir vélhjólamenn á Suðurnesjum, en hann fékk um 700 undirskriftir málinu til stuðnings. „Eftir það fór ég til bæjarstjórans og svo til Kjartans Þórs í Þróunarfélaginu á Keflavíkurflugvelli og þeim leist ágætlega á hugmyndina. Nú þurfum við að skila nánari hugmyndum um notkun á svæðinu en ég er að vonast til að við getum verið komnir með lokasvar eftir u.þ.b. mánuð.“


Framtakið hefur mælst vel fyrir og hafa ýmis fyrirtæki, m.a. VÍS, gefið vilyrði um að koma að uppbyggingu svæðisins sem mun brúa bilið þar til að braut Iceland MotoPark verður tekin í gagnið á næstu misserum.


„Það hefur orðið sprenging í mótorhjólasportinu síðustu ár,“ segir Sveinbjörn, en aðstöðu til æfinga hefur sárvantað. „Nú virðist stefna í gleðistund og vil ég þakka öllum sem skrifuðu undir áskorunina og þeim sem hafa stutt okkur, en ef einhverjir eru áhugasamir um þetta verkefni geta þeir haft samband við mig í tölvupóstfangið [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024