ÆFINGAAKSTURINN ENDAÐI Í VÍKINNI
Hann endaði illa æfingaaksturinn unga ökumannsins sl. fimmtudag en hann ók á tvær bifreiðar og hús Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur að Hafnargötu 80. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ólíklegt verður að teljast að bifreið ökumannsins unga sjáist aftur á götum bæjarins enda sjaldgæft að ná því að skemma aftur- og framenda og báðar hliðar í einum og sama árekstrinum.