Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Æfing: Sprengja sprakk í farþegaflugvél eftir lendingu í Keflavík
Laugardagur 18. apríl 2009 kl. 14:21

Æfing: Sprengja sprakk í farþegaflugvél eftir lendingu í Keflavík

- viðbragðsaðilar af Suðurnesjum á umfangsmikilli æfingu á Keflavíkurflugvelli


Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum hafa verið við æfingar á Keflavíkurflugvelli frá því snemma í morgun en þar  var efnt til umfangsmikillar viðbragðsæfingar samkvæmt neyðaráætlun vegna flugverndar og flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur ohf. og lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að æfingunni.

Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir eru prófaðir fyrstu klukkustundir eftir flugslys. Líkt er eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem endar með slysi eftir lendingu og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samþættingu beggja áætlana.
 
Er þetta í fyrsta sinn sem viðbrögð eru æfð samkvæmt báðum þessum áætlunum samtímis.
 
Þátttakendur í æfingunni eru allir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum, slökkvilið, björgunarsveitir, sjúkraflutningar, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, lögregla, Landhelgisgæslan og flugrekstrar- og þjónustuaðilar ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra og Samhæfingarstöðinni Skógarhlíð, alls rúmlega 300 manns. Undirbúningur æfingarinnar hefur staðið um allangt skeið en svo umfangsmikil æfing var síðast haldin á Keflavíkurflugvelli haustið 2004.
 
Flugslysaáætlun segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flugslyss á Keflavíkurflugvelli eða annarsstaðar á Reykjanesskaga en neyðaráætlun vegna flugverndar um skipulag og stjórnun aðgerða vegna flugrána, sprengjuhótunar eða hliðstæðra atvika á Keflavíkurflugvelli.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphæf æfingarinnar í morgun. Fleiri myndir eru væntanlegar.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024