Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Æfa viðbrögð við drukknun í sundlaugum Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 25. maí 2011 kl. 10:19

Æfa viðbrögð við drukknun í sundlaugum Reykjanesbæjar

Starfsfólk sundstaða í Reykjanesbæ er í þessari viku að æfa viðbrögð við drukknun í sundlaug. Starfsfólkið fer árlega í gegnum æfingar og viðbrögð við slysum á sundstöðum og að þessu sinni eru það viðbrögð við drukknun.

Í gær fór fram æfing með starfsfólki íþróttamiðstöðvar Akurskóla en sjúkraflutningamenn Brunavarna Suðurnesja koma einnig að æfingunni.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024