Aðvörun: Hættulegur leikur
Auður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, rann blóðið til skyldunnar í gær þegar hún varð vitni að hættulegum leik, á húsþökunum, í hverfinu hennar. Hún hringdi í fréttastofu VF og vildi koma með ábendingu til barna og foreldra.“
„Ungir drengir 9 – 12 ára stunda þann hættulega leik að hlaupa á húsþökum með það að markmiði að vera fyrstur yfir húsið.
Það er er ekki að spyrja að leikslokum ef þeir detta af þökum húsanna.“ Fallið er 3-5 metrar og gætu þeir örkumlast við jafnvel minna fall. Það er vonandi að drengirnir hættu þessum leik hið fyrsta.
Auður biðlar til foreldrar að athuga hvaða leik börn þeirra aðhafast til að forðast skelfileg slys. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við Auði eða blaðamann Vf. [email protected]