Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðstaða til hreyfingar í Sveitarfélaginu Vogum verði bætt
Sunnudagur 20. október 2024 kl. 08:00

Aðstaða til hreyfingar í Sveitarfélaginu Vogum verði bætt

Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga leggur til að körfuboltavöllur verði lagaður og bætt verði við minikörfum, tækjum verði bætt við sem hægt er að nota eftir skólatíma á skólalóð sem og að skipt verði um gervigras á sparkvelli.

Aðgengi að fjöru verði bætt svo íbúar geti nýtt möguleikann á útivist í fjörunni. Einnig leggur nefndin til að körfur verði settar við leikvöllinn við Miðdal. Nefndin óskar eftir að málið sé skoðað á umhverfis og skipulagssviði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024