Aðstaða bætt á Gíghæð
Vegagerðin mun á næstunni ætla að bæta aðstöðuna við útsýnisstaðinn á Gíghæð á Grindavíkurvegi, en þar hefur verið gert útskot. Stendur til að koma þar fyrir bekkjum og laga aðgengi að Arnarseturshelli sem þar er. Verður hellisgólfið sléttað og ráðgert er að opna betur inn í ytri hellinn sem er allstór. Einnig verður girt í kringum hellisopið. Þá er ráðgert að koma fyrir kynningar- og fræðsluefni á staðnum, áningarfólki til ánægju og fróðleiks. Gíghæð er skammt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu og telst vera hæsti punkturinn á Grindavíkurvegi.
Mynd: Í hellinum á Gíghæð. Til stendur að laga aðgengi við hann til muna.
VF-mynd: elg
Mynd: Í hellinum á Gíghæð. Til stendur að laga aðgengi við hann til muna.
VF-mynd: elg