ADSL hraðtenging til Grindavíkur?
Verið er að kanna hvort fjarskiptafyrirtæki geti boðið Grindvíkingum ADSL tengingu, en slík tenging eykur mjög hraða á gagnaflutningum yfir internetið og inn á tölvunet fyrirtækja.
Bæjarráð hafði frumkvæði að því að málið yrði athugað, en Landssíminn er nú að skoða hversu hagkvæm slík framkvæmd gæti orðið en það fer að sjálfsögðu eftir því hversu margir íbúar munu fá sér ADSL tengingu. Málið er enn í skoðun en þegar niðurstöður Landsímans verða tilbúnar, munu þær verða kynntar fyrir bæjarbúum.
Bæjarráð hafði frumkvæði að því að málið yrði athugað, en Landssíminn er nú að skoða hversu hagkvæm slík framkvæmd gæti orðið en það fer að sjálfsögðu eftir því hversu margir íbúar munu fá sér ADSL tengingu. Málið er enn í skoðun en þegar niðurstöður Landsímans verða tilbúnar, munu þær verða kynntar fyrir bæjarbúum.