Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðkallandi uppbygging stopp hjá umhverfisráðherra
Rósaselstorg. Beðið er staðfestingar á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar til að geta hafið byggingaframkvæmdir við torgið.
Fimmtudagur 9. mars 2017 kl. 09:24

Aðkallandi uppbygging stopp hjá umhverfisráðherra

Bæjarstjórn Garðs tók á síðasta fundi sínum undir bókun Svæðisskipulagsnefndar um þær tafir sem orðið hafa á staðfestingu á nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.
 
Bæjarstjórn skorar á umhverfisráðherra að staðfesta aðalskipulag Keflavíkurflugvallar hið fyrsta, enda hafa tafir á staðfestingu skipulagsins hamlað og valdið töfum á aðkallandi uppbyggingu í nágrenni flugvallarins innan Sveitarfélagsins Garðs.
 
Þar er meðal annars átt við uppbyggingu við Rósaselstorg en þar er fyrirliggjandi að eigi að byggja umfangsmikla þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk með verslun, þjónustu og veitingastöðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024