Aðkallandi að fá niðurstöðu í Suðurnesjalínu 2
„Undirbúningur að uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir á annan áratug og ennþá er ekki komin niðurstaða um hvernig línan verði lögð. Núverandi staða málsins er algerlega óviðunandi. Það er fyrir löngu orðið mjög aðkallandi að auka afhendingaröryggi raforku til Suðurnesjabæjar, sem og til að mæta eftirspurn og þörf fyrir aukna raforku bæði vegna mikillar fjölgunar íbúa og uppbyggingar atvinnulífs í sveitarfélaginu,“ segir m.a. í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar um erindi frá Alþingi er varðar umsögn um frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.
Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur áherslu á að það er brýnt og aðkallandi að fá niðurstöðu varðandi uppbyggingu Suðurnesjalínu 2 og að framkvæmdir hefjist sem allra fyrst.
Reykjanesbær samþykkti samskonar tillögu á fundi sínum á þriðjudag, 1. febrúar.