Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðgerðir vegna stofnfjárlána Spkef samþykktar - boðið upp á 25 ára óverðtryggð lán
Þriðjudagur 11. janúar 2011 kl. 18:38

Aðgerðir vegna stofnfjárlána Spkef samþykktar - boðið upp á 25 ára óverðtryggð lán

Aðgerðir til handa einstaklingum vegna stofnfjárlána Spkef hafa verið samþykktar í stjórn Spkef Sparisjóðs. Stofnfjárbréfalán verða færð í upphaflegan höfuðstól að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum frá útgáfudegi og erlend lán verða færð á upphaflegt gengi gjaldmiðla en sömuleiðis  með 3,75% vöxtum og þau færð í íslenskar krónur. Lánin verða óverðtryggð til allt að 25 ára. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á heimsíðu Spkef Sparisjóðs kemur fram:

Vegna lána til stofnfjárkaupa í Sparisjóðnum í Keflavík hefur stjórn Spkef sparisjóðs fallist á skilmálabreytingar í samræmi við neðangreint:

Almenn leið fyrir alla.

1. Stofnfjárbréfalánum í ISK verði skilmálabreytt með þeim hætti að skuldabréfin verði færð í upphaflegan höfuðstól að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum frá útgáfudegi skuldabréfanna.
2. Erlend lán verða færð á upphaflegt gengi gjaldmiðla að viðbættum 3,75% óverðtryggðum vöxtum og þau færð yfir í íslenskar krónur. Vextir reiknast frá upphaflegum útgáfudegi.
3. Óski lántakendur eftir því að staðgreiða lánin að lokinni skilmálabreytingu verði að auki boðið upp á afslátt sem nemur 10 % af heildarstöðu.
4. Lánin verða óverðtryggð til allt að 25 ára.
5. Tekið er tillit til allra innborgana á lánin, þar með talinn inngreiddur arður árið 2008, sem nam 20% af heildaruppreiknuðu stofnfé. Innborganir bera sömu vexti og lánin, eða 3,75%. Sú reikniaðferð samræmist framkvæmd fjármálafyrirtækja innan SFF við leiðréttingu erlendra lána, þar sem höfuðstóll annar vegar tekur vexti, innborganir hins vegar og nettó uppgjörsupphæð myndar nýjan höfuðstól.

Aðrar leiðir.

1. Þeir lántakendur sem ekki geta vegna fjárhagsstöðu sinnar nýtt sér almennu leiðina fari í formlegt greiðslumat og niðurstaða þess ráði því hvaða úrræði verður í boði.

a. Sértæk skuldaaðlögun. Leiðréttur höfuðstóll miðað við forsendur hér að ofan er lagður til grundvallar.
b. Úrræði sem byggja á grundvelli laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti ofl, með síðari breytingum.
c. Sértæk úrræði á grundvelli samkomulags á milli ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins frá desember 2010.

Skattaleg meðferð
Lántakendum er bent á að kynna sér möguleg skattaleg áhrif skilmálabreytinganna. Ekki liggja fyrir nein bein fordæmi fyrir því með hvaða hætti ríkisskattstjóri muni meðhöndla aðgerðir sem þessar.