Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. janúar 2001 kl. 09:15

Aðgengilegar heimildir um náttúrufar

Framkvæmdir við Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði eru hafnar. Að að sögn Reynis Sveinssonar, forstöðumanns Fræðasetursins, hafa þær gengið vel fram að þessu og menn gera sér vonir um að þeim verði lokið í apríl/maí.
„Náttúrustofan verður í húsnæði Fræðasetursins og Bio Ice, í gömlu frystiklefa. Fyritækið Hagtré ehf. í Sandgerði er með verkið en þeir eru m.a. að steypa upp gólfið í klefanum og setja upp milliplötur. Þeir eru í raun að búa til lítið sætt hús inní klefanum sem verður klætt með stáli að utan, í stíl við húsið“, segir Reynir.
Jón Baldur Sigurðsson sjávarlíffræðingur, er forstöðumaður Náttúrustofu, en hann hefur hreiðrað um sig í rannsóknarstofu Bio Ice á meðan framkvæmdir standa yfir. Han hefur þegar lagt fram stefnumótun fyrir Náttúrustofu sem hann mun vinna eftir næstu árin.
Tilgangur Náttúrustofu er margþættur að sögn Reynis en Náttúrutofan kemur til með að safna öllum gögnum um náttúrufar í Reykjaneskjördæmi og stunda alls konar rannsóknir. „Allar heimildir sem safnast saman, verða aðgengilegar fyrir fræðimenn og áhugamenn um náttúrufar. Það hefur þó ekki verið ákveðið hvort safni verður komið á fót í tengslum við starfsemina en ýmis gögn verða til sýnis og annað sem þykir merkilegt að sýna. Annar fer þetta allt að skýrast þegar farið verður að raða niður í húsnæðið“, segir Reynir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024