Aðgengi fyrir alla í Reykjanesbæ kynnt í haust
Fyrirhugað er að afrakstur undirbúningsvinnu vegna aðgengismála fatlaðra í Reykjanesbæ verði kynntur fyrir skólabyrjun næsta haust. Verkefnið byggir á að allar stofnanir bæjarins eru metnar út frá sjö mælikvörðum aðgengis, gerðar endurbætur á þeim og öllum notendum gerð grein fyrir stöðu aðgengis með skýrum hætti.
„Markmið okkar er að gera hversdaslífið þægilegra fyrir einstaklinga með skerta færni“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri.
„Bætt aðgengi fatlaðra er hluti af verkefnum í framtíðarsýn okkar. Sú sýn er að færast í nútímann með þessu. Við verðum sjálf að ganga á undan með góðu fordæmi, ef við ætlumst til þess að einkafyrirtæki taki sig á. Þar vantar enn nokkuð uppá en ég finn mikinn áhuga á að gera betur“.
Aðgengismerkjakerfið er staðlað kerfi sem veitir upplýsingar um aðgengi að byggingum og útisvæðum ætluðum almenningi. Úttekt verkefnisins er unnin að fyrirtækinu Aðgengi ehf., segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.