Aðgengi fyrir alla á Reykjanesi
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa tekið að sér verkefni sem nefnist ,,Aðgengi fyrir alla“ og er hrint af stað vegna samstarfsverkefnis Ferðamálastofu, Öryrkjabandalagsins, Ferðaþjónustu bænda, SAF og Ferðamálasamtaka Íslands.
Verkefni FSS felur það í sér að sjá til þess að helstu ferðamannastaðir á Suðurnesjum verði aðgengilegir fyrir hreyfihamlaða. Um er að ræða mikið verkefni þar sem yfir 30 ferðamannastaðir á Suðurnesjum verða teknir út og aðgengið að þeim lagað. Þegar þeir uppfylla þá staðla sem krafist er um aðgengi fyrir alla fá þeir sérstaka merkingu frá Ferðamálastofu og Öryrkjabandalaginu.
Fyrstu verkefnin verða við Reykjanesvita og Valahnjúkasvæðið, við Gunnuhver og Garðskagavita. Stefnt er að því að reisa útsýnispall við Gunnhver og laga veginn í gegnum svæðið. Við Reykjanes verður sett upp þjónustuhús og við Valahnjúk verða lagðar brautir fyrir hjólastóla og svæðið skipulagt. Göngubrú að Garðskagavitanum gamla verður breikkuð.
Stórir ferðamannastaðir sem nú þegar uppfylla öll skilyrði eins og Bláa Lónið og mörg söfn á Suðurnesjum fá merkingu strax. Sumar breytingar geta orðið kosnaðarsamar m.a. hugmyndir um veiðipalla fyrir fatlaða til veiða í Seltjörn og Kleifarvatni.
FSS sér um framkvæmdir og sækir um fjármuni til verksins í nánu samráði við Ferðamálastofu, sveitarfélögin o.fl. en Verkfræðistofa Suðurnesja mun sjá um áætlanagerð og eftirlit.
Að sögn Kristján Pálssonar formanns FSS er hér um tímamótaverkefni að ræða og markmiðið að Reykjanesið verði fyrsta ferðamannasvæðið á landinu þar sem helstu ferðamannastaðir geti talist ,,aðgengilegir fyrir alla“.
Verkefni FSS felur það í sér að sjá til þess að helstu ferðamannastaðir á Suðurnesjum verði aðgengilegir fyrir hreyfihamlaða. Um er að ræða mikið verkefni þar sem yfir 30 ferðamannastaðir á Suðurnesjum verða teknir út og aðgengið að þeim lagað. Þegar þeir uppfylla þá staðla sem krafist er um aðgengi fyrir alla fá þeir sérstaka merkingu frá Ferðamálastofu og Öryrkjabandalaginu.
Fyrstu verkefnin verða við Reykjanesvita og Valahnjúkasvæðið, við Gunnuhver og Garðskagavita. Stefnt er að því að reisa útsýnispall við Gunnhver og laga veginn í gegnum svæðið. Við Reykjanes verður sett upp þjónustuhús og við Valahnjúk verða lagðar brautir fyrir hjólastóla og svæðið skipulagt. Göngubrú að Garðskagavitanum gamla verður breikkuð.
Stórir ferðamannastaðir sem nú þegar uppfylla öll skilyrði eins og Bláa Lónið og mörg söfn á Suðurnesjum fá merkingu strax. Sumar breytingar geta orðið kosnaðarsamar m.a. hugmyndir um veiðipalla fyrir fatlaða til veiða í Seltjörn og Kleifarvatni.
FSS sér um framkvæmdir og sækir um fjármuni til verksins í nánu samráði við Ferðamálastofu, sveitarfélögin o.fl. en Verkfræðistofa Suðurnesja mun sjá um áætlanagerð og eftirlit.
Að sögn Kristján Pálssonar formanns FSS er hér um tímamótaverkefni að ræða og markmiðið að Reykjanesið verði fyrsta ferðamannasvæðið á landinu þar sem helstu ferðamannastaðir geti talist ,,aðgengilegir fyrir alla“.