Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðgengi bætt við gamla vitann á Garðskaga
Mánudagur 17. nóvember 2008 kl. 13:23

Aðgengi bætt við gamla vitann á Garðskaga


Töluverðar framkvæmdir standa nú yfir við gamla vitann á Garðskaga. Ný þekja verður steypt umhverfis vitann og á göngustíg að vitanum. Gamli vitinn á Garðskaga var byggður 1897, þá upp í fasta landi. Í gegnum áratugina hefur landbrot valdið því að vitinn er kominn út í fjöruna en stendur þar á uppsteyptri og hlaðinni fyllingu. Þekjan umhverfis vitann var farin að láta á sjá og jafnframt göngubrúin að vitanum. Þetta verður betrumbætt á næstu dögum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson