Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðför gegn beinu lýðræði
Þriðjudagur 6. október 2015 kl. 09:21

Aðför gegn beinu lýðræði

- segir stjórn Pítata í Reykjanesbæ

Stjórn Pírata í Reykjanesbæ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðra íbúakosninga í sveitarfélaginu. Þar segir:

„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur lýst því yfir að þau muni ekki virða þá kosningu sem fram á að fara í bæjarfélaginu 8. til 20. nóvember næstkomandi. Í viðtali sagði bæjarstjórinn: „Við látum kosninguna fara fram og framkvæmdum hafa eins vandlega og við getum en niðurstaðan í sjálfu sér skiptir engu máli.“

Að mati stjórnar Pírata í Reykjanesbæ er þetta aðför gegn beinu lýðræði og íbúalýðræði sem bendir til þess að bæjarstjórnin beri litla virðingu fyrir íbúum Reykjanesbæjar sem skv. 102. gr. sveitarstjórnarlaga hafa rétt til áhrifa á stjórn sveitarfélagsins, meðal annars með íbúakosningum, skv. 107. gr. sömu laga.

Píratar í Reykjanesbæ undrast þær yfirlýsingar sem bæjarstjórnin hefur látið hafa eftir sér í þessu máli. Yfirlýsingarnar benda til þess að bæjarstjórninni séu hugsanlega aðrir hagsmunir en hagsmunir íbúa sveitarfélagsins efst í huga í þessu máli. Þá sætir það furðu að bæjarstjórnin telji sig hafa umboð til þess að virða að vettugi niðurstöðu meirihluta íbúa sveitarfélagsins fari svo að hún verði þeim ekki að skapi.

Stjórn Pírata í Reykjanesbæ hvetur bæjarstjórn Reykjanesbæjar til að gera úrslit íbúakosninganna í nóvember bindandi, hver sem þau kunna að verða, eða útskýra vandlega annarsvegar á hvaða hátt niðurstaða kosninganna verður ráðgefandi og hinsvegar hvernig lögbundnum rétti íbúa til að hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins er fullnægt með þeim hætti“.

Undir þetta skrifar stjórn Pírata í Reykjanesbæ en hana skipa Þórólfur J. Dagsson, Friðrik Guðmundsson, Albert S. Sigurðsson og Hrafnkell B. Hallmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024