Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 29. júlí 1999 kl. 21:33

AÐEINS UM 30% LEIKSKÓLABARNA SANDGERÐINGA Í BÍLBELTUM

Á síðasta ári slösuðust 54 börn á leikskólaaldri í umferðarslysum og 1 lést. Nýleg könnun Umferðarráðs sýndi svo ekki varð um villst að gera má betur í öryggismálum barna í bifreiðum landsmanna. Könnuð var bílbeltanotkun barna á leikskólaaldri í bifreiðum og kom í ljós að u.þ.b. 88% barna landsmanna á leikskólaaldri eru tjóðruð niður. Þó reyndust 19% af þessum 88% ekki nota réttan búnað þannig að segja má að öryggi 31% barnanna hafi verið ábótavant. Íbúar Reykjanesbæjar stóðu sig langbest Suðurnesjamanna, þeir eru á meðaltalinu með 88% nýtingu. Grindvíkingar festa rúmlega 60% barna sinna rétt niður, Garðbúar undir 60% og Sandgerðingar rétt rúmlega 30% en þar eru meira en 40% barna á leikskólaaldri án bílbelta. Könnunin var ekki framkvæmd í Vogunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024