Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðeins þrjú hús verið aftengd
Frá Grindavík. Mynd: Golli
Mánudagur 8. janúar 2024 kl. 16:54

Aðeins þrjú hús verið aftengd

Vegna aftengingar á hita og rafmagni í húsum í Grindavík þar sem um altjón er að ræða vilja HS veitur koma eftirfarandi til íbúa altjónaðra húsa:

„Af þeim húseignum sem NTÍ hefur metið sem altjón þá hafa aðeins þrír viðskiptavinir óskað eftir aftengingu á rafmagni og hita. Við viljum því gjarna koma því til skila til eigenda/umráðamanna fasteigna sem um ræðir að þeir geti haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á [email protected] eða með því að hringja í síma 422-5200 og óskað eftir aftengingu á hita og rafmagni. Ekki er þörf á aðkomu löggilts rafvirkjameistara.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024