Aðeins léttara yfir
Það er aðeins léttara yfir en verið hefur upp á síðkastið. Ekki mun það standa lengi því spáð er ausandi rigningu á föstudag. Í dag snýst snýst hann í sunnan og suðvestan 10 -18 m/s með skúrum, hvassast vestast. Heldur hægari síðdegis og á morgun. Hiti 6 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðaustan 10-15 m/s og talsverð rigning, einkum á sunnanverðu landinu. Snýst í norðvestan 10-15 með skúrum eða slydduéljum um kvöldið. Hiti 10 til 15 stig að deginum, en kólnar síðan.
Á laugardag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s með skúrum eða slydduéljum á vestanverðu landinu, en björtu eystra. Hægara og úrkomuminna um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig, en líkur á næturfrost í innsveitum.
Á sunnudag:
Suðvestanátt og skúrir eða dálítil rigning, en þurrt austan til. Hiti 5 til 10 stig, en víða næturfrost í innsveitum.
Á mánudag:
Norðaustanátt og skúrir eða slydduél norðanlands, en bjart syðra. Kólnar heldur.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri.