Aðeins 60% ökumanna í Garði nota bílbelti
Í hádeginu í gær framkvæmdi lögreglan í Keflavík könnun á bílbeltanotkun ökumanna í Garði en lögreglan hefur verið að kanna undanfarna daga bílbeltanotkun. Leiddi sú könnun í ljós að aðeins 60% ökumanna notaði bílbelti. Lögreglunni finnst þetta með öllu óásættanlegt en í kjölfar þessa kannana mun eflaust bílbeltaátak fara af stað í janúar til þess að bæta úr ástandinu.




