Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðeins 24,36 prósent kjörsókn í Reykjanesbæ
Mánudagur 29. nóvember 2010 kl. 16:44

Aðeins 24,36 prósent kjörsókn í Reykjanesbæ

Innan við fjórðungur þeirra sem hafa kosningarétt mættu á kjörstað í kosningum til stjórnlagaþings sem fram fóru á laugardaginn. Samtals kusu 2350 í kosningunum í Reykjanesbæ, þar af 2210 á kjörstað og 140 utan kjörfundar. Þetta gerir 24,36 prósent kjörsókn.
„Þetta var alveg hroðalegt,“ sagði Ottó Jörgensen, formaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ í samtali við Víkurfréttir. Mjög lítið var um að yngra fólk mætti á kjörstað og voru það frekar eldri bæjarbúar sem nýttu kosningarétt sinn í kosningum til stjórnlagaþingsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir hafa ekki upplýsingar um kjörsókn í öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum en samtals var kjörsókn í Suðurkjördæmi 29,2 prósent, sem jafnframt var lélegasta kjörsóknin yfir landið allt.

Myndir: Frá kjörstað í Reykjanesbæ. Það var ekki bið eftir því að fá að komast að og greiða atkvæði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Hilmars Braga frá því á laugardaginn.