Aðalfundur SSS um miðjan október
Aðalfundur SSS, sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn laugardaginn 17. október nk. í sal Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Allir kjörnir bæjarstjórnarmenn á sambandssvæðinu eiga rétt til fundarsetu á aðalfundinum. Ennfremur bæjarstjórar með málfrelsi og tillögurétt.
Á síðustu misserum hefur orðið núningur í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum þar sem mismunandi sjónarmið hafa verið uppi. Þannig var ekki sátt um mál Hitaveitu Suðurnesja og eins hafa sveitarfélögin tekist á um rekstrarform Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku.
Hvort stefnir í átakafund er erfitt að segja en þetta er síðasti að aðalfundur fyrir sveitarstjórnarkosningar á komandi vori.