Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík í dag
Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík er hadinn í dag. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 7,5% arður á uppreiknað stofnfé. Auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat þannig að nafnávöxtun stofnfjár verði 16,41%.
Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2004 nam 508,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 738,2 m. kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 408,6 m. kr. samanborið við 604,1 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,3%.
Minnkun hagnaðar á milli ára má að mestu rekja til minni gengishagnaðar.
Sparisjóðurinn í Keflavík var stofnaður 1907 og hefur því þjónað Suðurnesjamönnum í 97 ár. Sparisjóðurinn rekur fimm afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum. Höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík og þar er Viðskiptastofa SPKEF einnig til húsa. Meðalfjöldi starfsmanna árið 2004 var 74,35 sem er aukning um 2 stöðugildi frá því árinu áður.
Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2004 nam 508,9 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 738,2 m. kr. árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 408,6 m. kr. samanborið við 604,1 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,3%.
Minnkun hagnaðar á milli ára má að mestu rekja til minni gengishagnaðar.
Sparisjóðurinn í Keflavík var stofnaður 1907 og hefur því þjónað Suðurnesjamönnum í 97 ár. Sparisjóðurinn rekur fimm afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum. Höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík og þar er Viðskiptastofa SPKEF einnig til húsa. Meðalfjöldi starfsmanna árið 2004 var 74,35 sem er aukning um 2 stöðugildi frá því árinu áður.