Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalfundur Skátafélagsins Heiðarbúa
Miðvikudagur 7. febrúar 2018 kl. 11:19

Aðalfundur Skátafélagsins Heiðarbúa

Skátafélagið Heiðarbúar er eitt af elstu starfandi félögum á Suðurnesjum með öflugt starf og nú eflir félagið til aðalfundar.
Aðalfundurinn fer fram mánudaginn 26. febrúar nk., og verður hann haldinn í skátaheimilinu við Hringbraut 101 kl. 19:30.

Á fundinum verður kosið um stjórn félagsins, lagabreytingar félagsins verða afgreiddar og farið verður yfir ársskýrslu og ársreikninga.
Stöður félagsforingja, ritara, meðstjórnanda og varamanna eru lausar en meðstjórnendur og varamenn gefa áfram kost á sér en allir geta boðið sig fram í þær stöður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skátafélagið óskar einnig eftir tillögum um breytingar á lögum félagsins ef einhverjar eru. Áhugasamir hafi samband við Árna Frey í síma 865-6776 eða í tölvupósti á [email protected].
Umsóknarfrestur um stöðu í stjórn og tillögur að lagabreytingum er til föstudagsins 16. febrúar nk. (ekki 12. febrúar eins og kemur fram í auglýsingu tölublaði Víkurfrétta).

Allir virkir skátar og forráðamenn þeirra eru velkomnir, sem og allir þeir sem eru áhugasamir um skátahreyfingu eru velkomnir.