Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 20. október 2003 kl. 15:56

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2003 verður haldinn 25. október n.k. í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Á dagskrá auk venjulegra aðalfundastarfa er m.a. Heilbrigðisþjónustan á Suðurnesjum þar sem flytja erindi Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sigríður Snæbjörnsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Jón Gunnarsson alþingismaður og stjórnarmaður SSS. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ræðir náttúruverndaráætlanir og Guðbjörg Jóhannsdóttir atvinnuráðgjafi kynnir atvinnuráðgjöf á Suðurnesjum.
Að loknum fundi verður boðið til 25 ára afmælisfagnaðar fyrir fundarmenn og gesti í Eldborg í Grindavík, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024