Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins í kvöld
Fimmtudagur 28. apríl 2005 kl. 12:08

Aðalfundur Krabbameinsfélagsins í kvöld

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja verður haldinn í húsi Matarlystar að Iðavöllum 1 í Reykjanesbæ í kvöld.

Fundurinn hefst kl. 19.30 og mun Ingólfur Sveinsson, geðlæknir, m.a. flytja fræðsluerindi sem ber yfirskriftina Lífshættir án streitu.

Á verða á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf ss. stjórnarkjör og endurskoðaðir reikningar félagsins verða lagðir fram til samþykktar.

Þá verða fulltrúar félagsins sem fara á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands þann 7. maí kosnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024