Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:53

AÐALFUNDUR HITAVEITU SUÐURNESJA SL. FÖSTUDAG: HAGNAÐUR 465 MILLJ. KR

Fjórtánda árið í röð varð verulegur hagnaður af rekstri Hitaveitu Suðurnesja en rekstrarafgangur ársins 1998 var 465 millj. króna. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sl. föstudag. Rekstrartekjur ársins námu alls 1895 m.kr. Rekstrargjöld voru 1430 m.kr. og voru afskriftir þar af um 500 millj. kr. Arðsemi eigin fjár var 7% á árinu. Heildareign fyrirtækisins var 8,868 m.kr. en eigið fé rétt rúm 7 milljarðar. Eins og fram kom í VF í síðustu viku var fyrirtækið metið 8,3 milljarða virði af af fyrirtækinu Kaupþingi. Gjaldskrá Hitaveitunnar hefur haldið óbreytt frá árinu 1991 að undanskilinni 12,5% lækkun á raforku 1995. Að raungildi er þá verð heita vatnsins um 61% þess verðs sem var 1985 og á raforku milli 42 og 46% og fer áfram lækkandi. Árlegur sparnaður hvers heimilis vegna þessa er um 58 þús. kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024