Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurnesja lýstur ólöglegur
Frá fundi í Ferðamálasamtökum Suðurnesja. Safnmynd.
Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 10:05

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurnesja lýstur ólöglegur

Hörð átök urðu á aðalfundi Ferðamálasamtaka Suðurnesja í gærkvöldi. Fundinum lauk með því að fundarstjóri, sem jafnframt er formaður samtakanna, sleit fundi áður en stjórn hafði verið kosin. Annar fundur hefur verið boðaður 20. nóvember, að því að mbl.is greinir frá.

Meirihluti stjórnar Ferðamálasamtaka Suðurnesja ákvað í kjölfar fundarins í gær að úrskurða fundinn ólöglegan og boða til nýs fundar þann 20. næsta mánaðar. Þar hafi þeir kosningarétt sem greitt hafi 5.000 kr. í félagsgjald.

Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, sagði við mbl.is í gærkvöldi að fundurinn hafi verið úrskurðaður ólöglegur vegna þess að á fundinum hafi verið menn sem ekki voru í samtökunum og hafi því ekki haft atkvæðisrétt. Þessir menn hafi ekki greitt félagsgjald.

Sævar Baldursson bauð sig fram gegn sitjandi formanni á fundinum í gærkvöldi. Hann lýsir upplifun sinni á Facebook-síðu sinni og segir uppákomuna í gærkvöldi eitt það sérstakasta sem hann hafi lent í á ævinni og atvikið í gærkvöldi minnti dálítið á gamla rússneska kvikmynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024