Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Að leggja meira af mörkum til samfélagsins
    Frá morgunfundi Kaupfélags Suðurnesja um samfélagslega ábyrgð.
  • Að leggja meira af mörkum til samfélagsins
    Skúli Skúlason, stjórnarformaður Samkaupa hf. og formaður Kaupfélags Suðurnesja.
Þriðjudagur 18. febrúar 2014 kl. 09:23

Að leggja meira af mörkum til samfélagsins

– Skúla Skúlason í viðtali.

Kaupfélag Suðurnesja stóð á dögunum fyrir morgunverðarfundi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja þar sem 4 frummælendur voru úr ólíkum áttum. Frummælendur á morgunverðarfundinum voru Þorsteinn Jónsson verkefnasjóri hjá Festu miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð. Sif Einarsdóttir, löggiltur endurskoðandi og yfirmaður áhættuþjónustu hjá Deloitte. Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri Securitas Reykjanesbæ og Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS og stjórnarmaður í Almannaheill samtaka um óarðsækna starfsemi.

En hvað er samfélagsleg ábyrgð? Nærtækt er að spyrja Skúla Skúlason formann Kaupfélags Suðurnesja og stjórnarformann Samkaupa hf. og ekki stendur á svarinu:

„Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð þegar þau ákveða að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar samfélagisns, gera meira en þeim ber samkvæmt lögum. Samfélagsleg ábyrgð snertir alla þætti starfseminnar og snýst meðal annars um stuðning við samfélagið, góða stjórnarhætti, viðskiptasiðferði, umhverfismál, vinnuvernd og mannréttindi,“ segir Skúli í samtali við Víkurfréttir.

- Hvernig birtist þetta í starfsemi dótturfyrirtækja ykkar eins og hjá Samkaup?
„Stuðningur við nærsamfélag okkar felst í meiru en styrkjum og stuðningi við hin ýmsu félagasamtök. Virðing fyrir umhverfi og orku er bæði efnahagslega mikilvægt fyrir fyrirtæki sem og ein birtingarmynd samfélagslegrar ábyrgðar,“ segir Skúli.
„Ég get nefnt þér nokkur dæmi um verkefni sem okkar fólk hjá Samkaup hefur verið að einbeita sér að til að skerpa á sjálfbærni okkar og samfélagslegri ábyrgð.

Kæli- og frystikerfi verslana
Við hönnun og skipulag allra nýrra verslana sem Samkaup hefur komið að s.l. 10-15 ár hefur kælivatn af kæli- og frystivélum verið notað til að upphitunar verslananna.  Hönnunin miðast við að hafa gólfhita frekar en loftblásarar. Við þetta sparast innkaup á köldu vatni til að kæla vélarnar sem síðan senda frá sér volgt vatn sem tapast út í umhverfið. Við þetta fyrirkomulag sparast líka innkaup á heitu vatni við upphitun verslananna.

Sorpið
Frá 2008 hefur Samkaup sett sér markmið í flokkun á sorpi og árlega aukið hlutfall sorps sem fer í endurvinnslu .  Árið 2013 var heildar sorpmagn okkar 1.530 tonn  og eru væntingar um að ná 40% endurvinnsluhlutfalli á þessu ári.  Eins eru tækifæri í lífrænni flokkun hjá okkur, þe. að flokka úrgang sem hægt er að nota í moltu, en sum sveitafélög stilla enn verðinu þar hærra en á almennu sorpi og því höfum við ekki farið í það markvisst um landið.

Glerlok á frystana
Með því að setja glerlok á frysta í verslunum Nettó sparast rafmagn sem nemur ársnotkun 250 meðalstórra heimila. Hver fyrstir sparar um 35 þúsund kílóvattsndir á ári en nemur orkunotkun 9 meðalstórra heimila. Þá haldast gæði matvörunnar enn betur þar sem hitastig sé mun stöðugra, ísmyndun minni, Verkefnið er því bæði hagstætt fyrir neytendur og rekstur verslunarinnar.

30 % matvæla fleygt
Áskorun næstu ára verður hvernig við í versluninni getum stuðlað að því að minni sóun verði í matvælum, þróunin hefur verið glórulaus í öllum hinum vestræna. Til dæmis er talið að um 400 milljónir tonna af ávöxtum og grænmeti sé fleygt í heiminum. Í neysluviðmiðum er gert ráð fyrir að útgjöldin okkar í dagvöru nemi um 15 prósentum af ráðstöfunartekjum, það er því ávinningur fyrir heimilin að nýta betur það sem keypt er og minna fari til spillis.

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Í undirbúningi er samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur um uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en fyrsta slíka stöðin verður sett upp á Laugarvatni þar sem við rekum Samkaup Strax verslun,“ segir Skúli.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024