Ábyrgjast 53 milljóna króna lán fyrir höfnina
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt samhljóða að veita einfalda óskipta ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 53.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingari. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga.