Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ábending frá lögreglu vegna færðar
Föstudagur 28. febrúar 2020 kl. 08:55

Ábending frá lögreglu vegna færðar

Lögreglan vill benda þeim sem eru á leið til vinnu þessa stundina að talsverð ófærð er hingað og þangað um bæinn og bílar að festast um allan bæ og má búast við töfum vegna þessa.

Björgunarsveitir eru að boða út auka mannskap og Vegagerðin og starfsmenn Reykjanesbæjar eru á fullu við snjóruðning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan biður þá sem eru illa dekkjaðir að fara ekki af stað strax.

„Það eru allir á fullu við að greiða úr þessu en það er ljóst að það mun taka tíma að greiða úr þessu og biðjum við fólk að virða þetta. Ástandið er slæmt á Ásbrú sem og innanbæjar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.