Áætlanir um að sæstrengur komi á land í Grindavík
Fyrirtækið Nordic Networks stefnir að því að leggja sæstreng á milli Íslands, Noregs og Írlands á næsta ári og er áætlað að hann komi á land á iðnaðarlóð vestan Grindavíkur. Frá þessi er greint á miðlinum Grindavik.net.
Fjallað var um lagningu strengsins á mbl.is og kemur þar fram að lagning hans sé í samstarfi við írska fyrirtækið Aquacomms. Áætlað er að fjárfestingin verði upp á 75 til 90 milljónir dollara, eða um 9 til 11 milljarða króna.