Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

  • Á þriðja tug umsækjenda um bæjarstjórastólinn í Reykjanesbæ
    Nýr meirihluti í Reykjanesbæ.
  • Á þriðja tug umsækjenda um bæjarstjórastólinn í Reykjanesbæ
    Árni Sigfússon er fráfarandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Þriðjudagur 15. júlí 2014 kl. 11:45

Á þriðja tug umsækjenda um bæjarstjórastólinn í Reykjanesbæ

Á þriðja tug umsókna bárust um stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ en lokað var fyrir umsóknir aðfaranótt mánudags 13. júlí. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar segir að ekki liggi fyrir hverjir hafi sótt um stöðuna, en Hagvangur sem sér um ráðningaferlið hefur ekki afhent umsóknir yfir til nýs meirihluta í Reykjanesbæ. Guðbrandur segir að á þriðja tug umsækjenda hafi sóst eftir stöðunni og von sé á því að nöfn þeirra verði gerð opinber á næstu dögum. „Við bíðum jafn spennt og allir aðrir,“ segir Guðbrandur í samtali við Víkurfréttir.

„Um leið og við fáum umsóknir í hendurnar þá upplýsum við hverjir sóttu um. Það verður ekki setið á upplýsingum því það er ekki hluti af faglegu ferli að við séum að lúra á nöfnum umsækjenda. Þannig er það orðið í nútímaþjóðfélagi að við getum ekki haldið því leyndu,“ segir Guðbrandur en hann telur að hringt hafi verið í umsækjendur og þeir látnir vita af þessu ferli. Þeir sem ekki kjósi því að láta nafn sitt koma fram í tengslum við starfið geti því dregið umsókn sína til baka.

Public deli
Public deli