Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á þriðja tug ökumanna kærðir í gær
Fimmtudagur 23. október 2003 kl. 13:00

Á þriðja tug ökumanna kærðir í gær

Í gær voru á þriðja tug ökumanna kærðir fyrir umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar í Keflavík. Þrettán ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi og 6 ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekki öryggisbelti spennt. Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að nota handfrjálsan búnað. Eigendur fjögurra bifreiða voru kærðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun og einn var kærður fyrir vanrækslu á endurskoðun. Einn ökumaður var kærður fyrir að aka án ökuleyfis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024