Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Á þriðja hundrað ökumenn stöðvaðir um helgina
Mánudagur 19. desember 2016 kl. 10:48

Á þriðja hundrað ökumenn stöðvaðir um helgina

- Einn ökumaður undir áhrifum áfengis og annar undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Suðurnesjum var með öflugt eftirlit um helgina og voru á þriðja hundrað ökumenn stöðvaðir og kannað hvort þeir væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við aksturinn. Á föstudagskvöld voru yfir tvö hundruð ökumenn stöðvaðir á Reykjanesbraut. Nokkrir höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og tveir voru með útrunnin ökuréttindi. Einn var ölvaður og annar undir áhrifum fíkniefna og með talsvert af fíkniefnum á sér.

Af þeim 65 ökumönnum sem lögreglan stöðvaði á laugardagskvöld var enginn ölvaður eða undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan á Suðurnesjum hrósar ökumönnum í umdæminu á Facebook-síðu sinni. Þar segir að ljóst sé að ökumenn á Suðurnesjum séu búnir að leggja inn gott orð hjá jólasveininum fyrir komandi skógjöf.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25